Sundfatavindan fjarlægir um 95% af vatni úr sundfötum á nokkrum sekúndum.
Um er að ræða endurbætta hönnun og framleiðslu frá Bretlandi.
Engin hvöss horn, minni slysahætta, hljóðlát, auðveld í notkun og í þrifum.
Allir íhlutir vindunnar eru af háum gæðaflokki. Mótor er loftkældur og endingargóður, með öryggisbremsu og tímarofa. Vindan er auk þess með dempurum sem að minnka titring og draga þannig úr hávaða.
Vindurnar fást í nokkrum mismunandi litum og koma með skýrum leiðbeiningum fyrir notendur bæði á íslensku og ensku.
-> Tækniblað
-> Teikning
-> Uppsetningar- og notkunarbæklingur





