Á. Óskarsson & Co. ehf. | Þverholti 8 | 270 Mosfellsbæ | S. 566-6600 | oskarsson@oskarsson.is
Forsíða / Um okkur

Um okkur

Á. Óskarsson sérhæfir sig í vörum og búnaði fyrir íþróttahús, sundlaugar, skóla og leikskóla.

Við seljum vörur til íþróttakennslu og leikja ásamt því að bjóða upp á ýmsar lausnir fyrir íþróttamannvirki.

Við bjóðum allar okkar vörur til sölu hvort sem er til stofnana/fyrirtækja eða til einstaklinga.

Fyrirtækið var formlega stofnað árið 1978 af Ágústi Óskarssyni íþróttakennara í Mosfellsbæ og eiginkonu hans, Helgu Sigurðardóttur en þá höfðu þau þegar verið með óformlegan rekstur inni á sínu eigin heimili í nokkur ár. Árið 2004 kom sonur þeirra, Heiðar Reyr Ágústsson til liðs við þau og frá árinu 2009 hefur hann verið í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Á. Óskarsson hefur frá upphafi selt búnað, áhöld og tæki – stór sem smá fyrir íþróttahús/íþróttavelli og sundlaugar og komið að fjölda stórra verkefna við byggingu íþróttamannvirkja.