Sterkir og endingagóðir öryggissnagar fyrir skóla og íþróttahús.
Hankarnir á snögunum vísa inn sem minnkar slysahættu.
Hver snagi er tvöfaldur og hægt að hengja á þá bæði að ofanverðu sem og að neðanverðu.
Snagabrettin eru framleidd úr massívu stáli og koma í fjórum lengdum:
- 60 cm.
- 90 cm.
- 105 cm.
- 120 cm.
Snagana er hægt að fá galvaníseraða eða í svörtum, hvítum, gráum eða rauðum lit.
Einnig er hægt að fá þá í hvaða öðrum RAL lit sem er gegn aukagjaldi.
Festingar fást bæði fyrir gifs veggi sem og steypta veggi.