Vönduð högg- og vatnsvarin skeiðklukka.
Með þriggja línu skjá sem auðvelt er að lesa af.
Klukkan telur upp í 9 klst, 59 mínútur og 59,99 sekúndur.
Klukkan er með 60 tíma minni fyrir millitíma og/eða lokatíma.
Hægt er að skoða hraðasta millitímann, hægasta millitímann og meðaltal allra millitímanna.
Hægt er að stilla hlaupahraða í klukkunni frá 10 til 320 slögum á mínútu.
Klukkan sýnir einnig tíma dagsins (12/24 klst.), dagsetningu og vekjara.
Klukkan notar 3 V lithium rafhlöðu sem hægt er að kaupa í mörgum verslunum.