Á. Óskarsson & Co. ehf. | Þverholti 8 | 270 Mosfellsbæ | S. 566-6600 | oskarsson@oskarsson.is
Forsíða / Sundlaugar & búnaður / Endurbygging sundlauga

Endurbygging sundlauga

Þegar steyptar sundlaugar eru farnar að leka mikið þarf að grípa til einhverra ráða. Ef ekkert er gert þá veldur rakinn og ryðmyndun í steypustyrktarjárnum því að laugarkarið verður hreinlega ónýtt.

Myrtha RenovAction® lausnir henta sérstaklega vel til þess endurbyggja gamlar steyptar sundlaugar. Tæknin felur í sér að hægt er að klæða laugarkarið og endurnýja eftir þörfum; veggi, botn og yfirfallsrennur með ryðfríum einingalausnum frá Myrtha Pools án þess að það þurfi að koma til meiriháttar niðurbrot!

Myrtha RenovAction® er hægt að nota fyrir sundlaugar í öllum stærðum og gerðum, ferkantaðar eða í öðru formi.

Smelltu hérna til þess að fræðast meira um RenovAction®.

Sendu okkur fyrirspurn