Á. Óskarsson & Co. ehf. | Þverholti 8 | 270 Mosfellsbæ | S. 566-6600 | oskarsson@oskarsson.is

Sundlaugin á Varmalandi í Borgarfirði endurnýjuð

Sundlaugin á Varmalandi í Borgarfirði er skemmtileg og töfrandi sveitalaug sem margir þekkja.

Laugin hefur nú verið opnuð aftur eftir talsverðar endurbætur sem Á. Óskarsson ehf. tók að sér að framkvæma.

Meðal annars var skipt um sundlaugadúk í lauginni og innstreymisstútar voru endurnýjaðir. Þá var komið fyrir tveimur nýjum neðanvatnsgluggum svo hægt sé að setja upp myndavélar og fylgjast þannig betur með öryggi sundgesta.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða nokkrar myndir sem sýna laugina fyrir og eftir endurbætur.

Nýstárlegir rimlar

Rimlar í íþróttahúsum og skólum þurfa ekki endilega allir að vera einfaldir og með gamla laginu.

Við kynnum til leiks nýja og spennandi kynslóð af leikfimirimlum fyrir stóra sem smáa!

Rimlarnir eru litríkir og í hinum ýmsu formum sem kveikja áhuga og krefjast meiri fyrirhafnar við að klifra í þeim.

Nýjar stigatöflur í íþróttamiðstöðina Borgarnesi

Á. Óskarsson ehf. setti upp nýjar og glæsilegar stigatöflur í íþróttamiðstöðina Borgarnesi.

Um er að ræða stóra stigatöflu sambærilega þeirri sem við settum upp í Laugardalshöll og á Ásvöllum í Hafnarfirði en sú tafla getur sýnt nöfn liða og leikmanna ásamt villufjölda, útafrekstur og fleira.

Þá settum við einnig upp aðra minni stigatöflu auk skotklukkna fyrir körfubolta. Þess má geta að körfurnar í Borgarnesi eru rafdrifnar keppniskörfur sem eru einnig keyptar af okkur.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af nýju stigatöflunum.