Á. Óskarsson & Co. ehf. | Þverholti 8 | 270 Mosfellsbæ | S. 566-6600 | oskarsson@oskarsson.is
Forsíða / Fréttir / Sundlaugin á Varmalandi í Borgarfirði endurnýjuð

Sundlaugin á Varmalandi í Borgarfirði endurnýjuð

Sundlaugin á Varmalandi í Borgarfirði er skemmtileg og töfrandi sveitalaug sem margir þekkja.

Laugin hefur nú verið opnuð aftur eftir talsverðar endurbætur sem Á. Óskarsson ehf. tók að sér að framkvæma.

Sundlaugin Varmalandi eftir endurbætur

Meðal annars var skipt um sundlaugadúk í lauginni og innstreymisstútar voru endurnýjaðir. Þá var komið fyrir tveimur nýjum neðanvatnsgluggum svo hægt sé að setja upp myndavélar og fylgjast þannig betur með öryggi sundgesta.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða nokkrar myndir sem sýna laugina fyrir og eftir endurbætur.